RÍMUR
AF
GRÁMANNI Í GARĐSHORNI

KVEĐNAR AF
JÓNI HJALTASYNI
Á ÁRMÚLA


ÍSAFJÖRĐUR
KOSTNAĐARMAĐUR: HJALTI JÓNSSON
PRENTSMIĐJA ÞJÓĐVILJANS UNGA
1895

1. ríma.

Óbreytt ferskeytt.

  1. Dagur grímu fælir frá,fuglar syngja taka;rístu hani Þundar þá,þér er mál að kvaka.
  2. Veit jeg ekki vilja nú,vefjur orma haga,að flatmagir í fleti þúfram á miðja daga.
  3. Hefja máttu hljóð á ný,hauðurs skemmta konum,söngva færðu efni íÍslands Þjóðsögonum.
  4. Einkanlega óskum vér,að þú söngvum beitirfyrir sólar síkja ver,sem að Gísli heitir.
  5. Settu þig á hendi hans.hæglátur í næði,svo við eyra sæmdar mannssyngdu Grámanns kvæði.
  6. Hann jeg ljóðin hirða bið;handar- geymir -fannaveikan þiggi vísna klið,verðugastur manna.
  7. Eigir þú með barkann bágtbragi fram að keyra,snígtu út á einhvern háttögn af Kvásis dreira.
  8. Láttu hvern, sem hlíðir á,hressa söngva nýja,en ekki skaltu elta þáundan þér sem flýja.
  9. Þessi ráðin þér eg gef,þarf ei fleira tala,fæ mér penna blek og bréfog bið þig nú að gala.
  10. Formálann jeg fella vil;foldin bráins leiragirnist fremur, get jeg til,Grámanns sögu að heyra.

  1. Af kóngi einum kynna má,kvæða fyrst í safni,histórían hans þó fráhermir ekki nafni.
  2. Eðalborna auðar sólátti stýrir lýða;honum klæða eykin óleina dóttur fríða.
  3. Skjöldung lætur skatna þáskemmu fagra smíða;þar skal veglegt fóstur fáfoldin linna hlíða.
  4. Listir allar lærði þarliljan orma fróna;kurteisustu konurnarklæða freyju þjóna.
  5. Sikling heima sat í ró,sinna gætti búa;mikinn átti mundar snjó,en meiri hjarða-grúa.
  6. Skammt í burt frá höllu hans,hagsæld gæddur minni,aldur-hníginn brjótur brandsbjó með konu sinni.
  7. Áttu hjónin eina kúöðrum kosta meiri,sagan þeim ei nefnir núneina gripi fleiri.
  8. Einhvern dag, sem opt við bar,aldinn hirðir geirakreika réð til kirkjunnar,kenning prests að heyra.
  9. Heyrir bóndi helgan presthreifa tölu sinni,er þá ræðu efnið mestút af gjafmildinni.
  10. Bóndi þenur eyrun öllút við slíkum greinum;streymdu tára fossa-föllfram af hvarma-steinum.
  11. Þegar messan úti er,af þeim mannfundonumkarlinn heim í kotið fer;kerling fagnar honum.
  12. Var nú kröptug kenningin?kerling spurði manninn;all-vel lætur yfir hinn,og enda svarar þannin:
  13. Klerkur þar um kenndi öld,krapti andans hlaðinn,að þeir sem gefa, þúsundföldþiggi laun í staðinn.
  14. Eg vil gefa okkar kú,engin verður skaðinn;trúðu mér, að þá fær þúþúsund kýr í staðinn.
  15. Þegar fengið þetta erþarf um skort ei klaga,aldrei brestur okkur sméralla lífsins daga.
  16. Æði mikið er nú sagt,eykin mælti spanga,þú í orðin þessi lagtþýðing hefir ranga.
  17. Heimskingja mig heldur þú,hjalar skjóma viður;þrættu hjónin þar um núþótti báðum miður.
  18. ...

    BU KİTABI OKUMAK İÇİN ÜYE OLUN VEYA GİRİŞ YAPIN!


    Sitemize Üyelik ÜCRETSİZDİR!